- Advertisement -

Katrín útilokar ekki gjaldtöku á rafbíla

„…vil ég líka benda á, og ég held að það sé mikilvægt fyrir Alþingi að velta því fyrir sér, að við þurfum að fara að endurskoða það hvernig við ætlum að byggja upp vegakerfið af þeirri gjaldtöku sem við erum með. Nú erum við með gjaldtöku á bensín, kolefnisgjald,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi rétt í þessu.

„Það er búið að hækka það í fjármálaáætluninni, en vonandi munum við sjá slík orkuskipti í samgöngum á næstu árum að við þurfum kannski að fara að endurskoða alla gjaldtöku í samgöngumálum eins og ýmsar aðrar þjóðir hafa gert og horfa þá til að meira á akstur. Sú umræða þarf að fara að hefjast hér á vettvangi Alþingis,“ sagði hún.

Í seinni ræðu sinni sagði Katrín, en hún var að svara Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: „Síðan vil ég ítreka það sem ég sagði áðan, að það er verkefni okkar hér, löggjafans, að fara yfir gjaldtökukerfið í heild sinni. Ég fagna því að hváttvirtur þingmaður sé reiðubúinn til þess því að við þurfum að fara að taka tillit til orkuskipta og breyttra aðferða og nálgunar þegar kemur að því hvernig við fjármögnum samgöngukerfið,  sem við gerum í dag með bensíngjaldinu.“

Fréttin var uppfærð og endurskrifuð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: