- Advertisement -

Kerfið hvetur til brottkasts

Á netaveiðum er beinn hvati til þess að henda dauðblóðguðum fiski.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Það eru sterkir innbyggðir hvatar í kvótakerfinu til þess að henda fiski.  Þeir leiða augljóslega til talsverðs brottkasts eins varfærnar mælingar staðfesta.  Menn sem þekkja til í sjávarútvegi, á borð við Svan Guðmundsson, eiga ekki að láta eins og þeir botni ekki neitt í niðurstöðunum og komi af fjöllum þegar opinberar skýrslu áætla brottkastið.

Hvatinn til brottkasts liggur m.a. í því að mun hærra verð fæst fyrir stóran fisk en minni t.d. undirmál.  Hvers vegna á útgerð að eyða verðmætum veiðiheimildum í að landa fiski sem fæst fyrir um 100 kr./kg, ef hægt er að  nota sömu aflaheimildir til þess að landa stærri fiski og fá 450 kr./kg fyrir?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á netaveiðum er beinn hvati til þess að henda dauðblóðguðum fiski af fyrrgreindum ástæðum, en það fæst mun minna fyrir hann, en þann sem er blóðgaður lifandi.

Hvatinn liggur einnig í því að búið er að kvótasetja nær allar tegundir og það er augljóst hvað verður um fisk þar sem aflaverðmæti er lægra en kostar að leigja umrædda heimild eða þá að heimild fáist ekki leigð á leigumarkaði.

Ef frystitogari hirðir ekki hausa og lifur, þá má einnig líta á það sem ákveðið brottkast og sér í lagi ef nýting á fiski er ekki sambærileg við vinnslu í landi.

Leiðin til þess að minnka brottkast er hvorki að auka eftirlit né draga úr trúverðugleika  starfsmanna Fiskistofu, eins og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins kýs að gera, heldur miklu frekar að minnka þá ríku hvata sem eru í kvótakerfinu til brottkasts.Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: