- Advertisement -

Könnun Maskínu: Sósíalistar á þingi

Gunnar Smári skrifar:

Þótt það sé kannski varasamt, þá má greina könnun á fylgi flokkanna út úr þessari könnun Maskínu á afstöðu fólks til Evrópusambandsins. Það er varasamt vegna þess að Maskína myndi kannski vigta niðurstöðurnar á einhvern hátt ef þær væru ætlaðar til birtingar, en í stórum dráttum má samt telja að niðurstöðurnar yrðu með þessum hætti. Og hver er niðurstaðan?

Ríkisstjórnin:

  • Sjálfstæðisflokkur: 19,8% og 13 þingmenn (–3 þingmenn)
  • VG: 8,4% og 5 þingmenn (–6 þingmenn)
  • Framsókn: 7,6% og 5 þingmenn (–3 þingmenn)
Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 35,8% fylgi og 23 þingmenn, hafa misst 12 þingmenn.

Ríkisstjórnin er kolfallin, eins og aðrar kannanir hafa sýnt.

Stjórnarandstaða I (hin frjálslynda miðja):

  • Samfylkingin: 16,5% og 11 þingmenn (+4 þingmenn)
  • Píratar: 14,4% og 10 þingmenn (+4 þingmenn)
  • Viðreisn: 12,2% og 8 þingmenn (+4 þingmenn)

Hin frjálslynda miðja er með 43,0% fylgi, mun meira en ríkisstjórnin, en ekki nóg til að ná meirihluta, og 29 þingmenn.

Gætu myndað 34 manna meirihluta með annað hvort Framsókn eða VG.

  • Stjórnarandstaða II (ný-hægri):
  • Miðflokkurinn: 11,4% og 8 þingmenn (–1 þingmaður)
  • Flokkur fólksins: 4,5% og enginn þingmaður (–2 þingmenn)

Saman eru þessir flokkar með 15,9% og 8 þingmenn, þremur færri en í síðustu kosningum.

Stjórnarandstaða III (utan þings):
Sósíalistaflokkurinn: 5,3% og 3 þingmenn (+3 þingmenn)

Sósíalistar halda áfram að skrifa söguna. Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök almennings mælist með fylgi sem dugar fyrir þingmönnum langt frá allri kosningabaráttu, á miðju kjörtímabili.

En er eitthvað að marka þetta? Tja, MMR gerði könnun á svipuðum tíma og niðurstaðan þar var keimlík. Munurinn er sá að hjá Maskínu eru Píratar og Viðreisn með meira fylgi og Samfylkingin með aðeins meira en Sjálfstæðisflokkur, VG og Miðflokkur með minna fylgi. Án þess að ég geti stutt það öðru en almennri tilfinningu, þá hefur mér fundist hópurinn sem Maskína spyr ívið meira á bandi Viðreisnar/Pírata/Samfylkingar en hjá MMR og Gallup. En þar fyrir utan þá er þessi niðurstaða í ágætu samræmi við MMR, sem gerð var á sama tíma. Það á t.d. við um Sósíalistaflokkinn, sem mælist með sama fylgi hjá báðum fyrirtækjunum. Sósíalistar hafa mælst inni hjá nýjustu könnunum MMR, Maskínu og Zenter. Þá er bara Gallup eftir, en niðurstöður úr febrúarkönnunin hjá þeim kemur eftir helgi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: