- Advertisement -

Konur dæmdar til fátæktar á efri árum

Gunnar Smári skrifar: …að stóru leyti bundin hinu oflofaða ráðningasambandi.

Endurskilgreining vinnunnar er eitt af verkefnum þeirra straumhvarfa sem við erum á, löngu tímabær endurskilgreining svo ólaunuðu vinna á heimilum og við umönnun fjölskyldu sé metin sem hluti hagkerfisins, verkefni sem mögulegt er að fjárfesta í og sem telja með þegar hagkerfið er skoðað.

Fyrir ekki svo löngu var þetta krafa kvennabaráttunnar, og ætti að verða það aftur. Á Íslandi er það einkar mikilvægt, þar sem eftirlaun eru að stóru leyti bundin hinu oflofaða ráðningasambandi og hinum formlega vinnumarkaði. Þetta veldur því að konur eru almennt með lægri eftirlaun en karlar og þær sem skilað hafa ævistarfi við uppeldi barna sinna, umönnun foreldra og/eða langveikra barna auk heimilisstarfa eru dæmdar til fátæktar á efri árum.

Nancy Folbre er einn helsti sérfræðingur heims um ómælda vinnu utan vinnumarkaðar. Þið ættuð að hlusta á hana.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: