- Advertisement -

Kvartað yfir að Björn Leví gekk um þinghúsið á sokkaleistunum

„Einu sinni var skýrslu um skattaund­an­skot Íslend­inga í gegn­um skatta­skjól stungið und­ir stól. Það var meira að segja rétt fyr­ir kosn­ing­ar vegna skattaund­an­skots fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra í gegn­um skatta­skjól (sem er op­in­ber­lega staðfest í úr­sk­urði yf­ir­skatta­nefnd­ar). Pírat­ar kvörtuðu og spurðu hvað væri eig­in­lega í gangi, hvernig gæti þetta gerst án þess að ein­hver axlaði ábyrgð?“

Þannig byrjar Björn Leví Gunnarsson grein sína sem birt er á leiðarasíu Moggans í dag.

„Einu sinni breytti dóms­málaráðherra skip­un dóm­ara í Lands­rétt með geðþótta­ákvörðun þar sem hæf­ari dóm­ar­ar þurftu að víkja fyr­ir síður hæf­um um­sækj­end­um. Upp­lýs­ing­um um álit sér­fræðinga var haldið frá Alþingi. Pírat­ar kvörtuðu og spurðu hvað væri eig­in­lega í gangi. Hvernig ráðherra gæti kom­ist upp með svona ákv­arðanir. Ekk­ert gerðist fyrr en þeir um­sækj­end­ur sem gengið var fram hjá sóttu rétt sinn.

Einu sinni var fjallað um rök­studd­an grun og þrátt fyr­ir játn­ingu í Kast­ljósi þá mátti ekki taka mark á spurn­ing­unni, hvort misfarið hefði verið með al­manna­fé. Pírat­ar kvörtuðu og spurðu hvort þetta mætti en ekk­ert var gert. Jú, það varð að refsa fyr­ir að spyrja. Það er brot á siðaregl­um að spyrja spurn­inga þó þær bygg­ist á játn­ing­um.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Einu sinni voru laun þing­manna og ráðherra hækkuð dag­inn eft­ir kosn­ing­ar, al­ger­lega fyr­ir­vara­laust og án telj­andi rök­semda. Pírat­ar kvörtuðu og spurðu um rök­stuðning og farið var með málið alla leið til dóm­stóla þar sem því var vísað frá af því að mál­sækj­end­ur voru ekki aðilar máls. Þingmaður og eitt stærsta verka­lýðsfé­lag Íslands voru ekki aðilar máls sem sner­ist um ákvörðun kjararáðs um laun þing­manna.

Einu sinni var ég kallaður inn til skrif­stofu­stjóra þings­ins þar sem ég var spurður hvort ég gæti farið í skó. Það hafði nefni­lega borist kvört­un.

Einu sinni spurði ég fjár­málaráðherra hvort hann hefði tekið ákvörðun um að greiða ekki drátt­ar­vexti vegna ólög­legra aft­ur­virkra skerðinga. Sú ákvörðun kost­ar 700 millj­ón­ir króna sem líf­eyr­isþegar virðast eiga rétt á miðað við dómsorð. Fjár­málaráðherra svaraði ekki spurn­ing­unni en sagði óbeint að ég ætti að vera í skóm. Það væri ekki hægt að taka spurn­ingu mína al­var­lega af því að ég væri í ósam­stæðum sokk­um.

Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta yfir því að ráðherra feli skýrslu fyr­ir Alþingi og þjóðinni. Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta und­an því að ráðherra taki geðþótta­ákv­arðanir í skip­un dóm­ara. Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta und­an því að þingmaður ját­ar að hafi farið með al­manna­fé á vafa­sam­an hátt. Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég spyr hvort ráðherra hafi tekið ákvörðun um að reyna að hafa 700 millj­ón­ir af líf­eyr­isþegum. Kannski verður hlustað á mig ef ég er í skóm.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: