- Advertisement -

Kvótamálin: Mælirinn er fullur

Kjósendur munu refsa honum og flokknum hans skilji hann þetta ekki.

Ragnar Önundarson skrifar:

Yfirgengileg frekja kvótaþega auðveldar okkur að taka ákvarðanir í þágu heildarinnar. Við eigum núna stíga varfærin en örugg skref, m.a. Í ljósi umhverfismála, til að styrkja stöðu fiskibyggðanna við strendur landsins. Vitað er að olíunotkun og útblástur togara er fjórfaldur m.v. kyrrstæð veiðarfæri.

1). Togarar mega nú fara að gömlu 12 mílunum. Færum þá línu út í 25 í tveimur áföngum.
2). Skiptum heildarkvótanum í tvo meginhluta, útgerðakvóta og sveitarfélagakvóta. Sá síðarnefndi verði óframseljanlegur.
3). X% af heildarkvótanum (1-2%?) millifærist árlega af útgerðakvóta í sveitarfélagakvóta.
4). Sveitarfélagakvótinn verði leigður til útgerða sem stunda veiðar með kyrrstæðum veiðarfærum og leggja afla sinn upp utan höfuðborgarsvæðisins til vinnslu. Öll sveitarfélög njóti leiguteknanna í hlutfalli við íbúafjölda.
5). Kvótaþegum útgerðakvóta verði óheimilt að selja afla og afurðir til félaga sem þeir eiga sjálfir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjávarútvegsráðherra þarf að átta sig á að samþjöppun kvótans, sala til erlendra dótturfélaga og mútumál valda því að mælirinn er fullur. Ef hann getur ekki tekið á málum verður hann að víkja. Kjósendur munu refsa honum og flokknum hans skilji hann þetta ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: