- Advertisement -

Landsvirkjun verði alltaf ríkiseign

- sex afa átta þingmönnum Framsóknarflokks eru saman á þingsályktun um eignarhald ríkisins á Landsvirkjun.

Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð.
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kvittar ekki upp á tillögu sem núverandi formaður fer fyrir.

Allir þingmenn Framsóknarflokks, nema Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, hafa lagt fram þingsályktunnartillögu um að Alþingi álykti að Landsvirkjun verði að fullu og öllu leyti í eigu íslenska ríkisins.

Í greinargerðinni segir: „Ein stærsta og gjöfulasta auðlind íslensku þjóðarinnar eru fallvötn hennar og sú orka sem úr þeim má vinna. Þótt nýting auðlindarinnar hafi á köflum verið umdeild er það hafið yfir vafa virkjanir á vegum Landsvirkjunar hafa skilað og munu skila eiganda sínum háum fjárhæðum. Starfsemi Landsvirkjunar hefur haft jákvæð áhrif á lífsgæði á Íslandi, bæði með auknu öryggi í afhendingu raforku og miklum gjaldeyristekjum. Þessa stöðu ber að varðveita.“

Þá segir að forstjóri Landsvirkjunar hafi bent á að fjárhagsleg staða fyrirtækisins verði sífellt sterkari og arðsemi aukist. „Í lok árs 2016 var eiginfjárhlutfall Landsvirkjunar 45,4% og hefur aldrei verið hærra. Þetta mun leiða til þess að arðgreiðslur í sameiginlegan sjóð landsmanna munu fara stighækkandi. Þær gætu numið allt að 10–20 milljörðum króna á næstu 3–4 árum. Ávinningi af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar má ekki og á ekki að fórna á altari skammtímasjónarmiða.“

Sex af átta þingmönnum Framsóknarflokksins finnst, í ljósi þess að núverandi ríkisstjórn áformar að setja fram eigendastefnu fyrir Landsvirkjun er mikilvægt að vilji Alþingis komi skýrt fram.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: