- Advertisement -

Langavitleysan um Lindarhvol

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, skrifar í Mogga dagsins. Hún skrifar meðal annars um stóru málin tvö, Lindarhvol og söluna í Íslandsbanka.

„Tvö slík mál hafa verið áber­andi í umræðunni und­an­farið. Ann­ars veg­ar illa heppnuð sala rík­is­ins á hlut í Íslands­banka þar sem stjórn­völd hafa staðið í vegi fyr­ir skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar svo við kom­umst til botns í því hvað fór úr­skeiðis. Hitt málið er auðvitað langa­vit­leys­an um Lind­ar­hvol. Þar hef­ur stjórn­völd­um á næst­um því aðdá­un­ar­verðan hátt tek­ist að láta umræðuna snú­ast um form frek­ar en efni.

Þessi tvö mál eiga það sam­eig­in­legt að um er að ræða gríðarlega fjár­hags­lega hags­muni al­menn­ings. Það er því erfitt að skilja hvernig hægt er að halda því fram að málsmeðferðin í heild sinni komi þess­um sama al­menn­ingi ekki við. Eða að um til­tekna hluta henn­ar, helst þá sem varða aðkomu stjórn­valda, þurfi að ríkja sér­stök leynd.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: