Fyrrum landsliðsmaðurinn og atvinnumaður í knattspyrnu, Lárus Guðmundsson, vill í stjórn Miðflokksins. Hann hefur kynnt framboð sitt:
„Kæru vinir og félagar í Miðflokknum. Á komandi Landsþingi um næstu helgi, gef ég kost á mér í stjórn Miðflokksins.
Ég er formaður Kjördæmafélags Suðvesturkjördæmis og einnig varaþingmaður kjördæmisins og á jafnframt sæti í flokksráði. Ég mun á Landsþinginu kynna mínar áherslur, sem fela í sér nokkrar veigamiklar breytingar til hagbóta fyrir Miðflokkinn. Ég þekki orðið vel til starfsins í flokknum eftir að hafa gegnt þar trúnaðarstörfum í næstum 4. ár. Ég er sóknarmaður, og þið vitið hvert hlutverk sóknarmannsins er.
Ég geri svo það, sem ég segist ætla að gera!
Kær kveðja,
Lárus Guðmundsson, formaður Suðvesturkjördæmis.“