- Advertisement -

Lárus vill í stjórn Miðlokksins

Fyrrum landsliðsmaðurinn og atvinnumaður í knattspyrnu, Lárus Guðmundsson, vill í stjórn Miðflokksins. Hann hefur kynnt framboð sitt:

„Kæru vinir og félagar í Miðflokknum. Á komandi Landsþingi um næstu helgi, gef ég kost á mér í stjórn Miðflokksins.

Ég er formaður Kjördæmafélags Suðvesturkjördæmis og einnig varaþingmaður kjördæmisins og á jafnframt sæti í flokksráði. Ég mun á Landsþinginu kynna mínar áherslur, sem fela í sér nokkrar veigamiklar breytingar til hagbóta fyrir Miðflokkinn. Ég þekki orðið vel til starfsins í flokknum eftir að hafa gegnt þar trúnaðarstörfum í næstum 4. ár. Ég er sóknarmaður, og þið vitið hvert hlutverk sóknarmannsins er.

Ég geri svo það, sem ég segist ætla að gera!

Kær kveðja,

Lárus Guðmundsson, formaður Suðvesturkjördæmis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: