- Advertisement -

Las „grátkórinn“ ekki frumvarpið?

Atli Þór Fanndal skrifaði:

„Sá viðtalsbút við bæjarstjóra Vestamannaeyja rétt áðan þar sem hún talaði um dauða og djöful vegna frumvarps um breytt veiðigjöld. Kvartaði mikið yfir skort á samráði þótt frumvarpið sé reyndar bara í samráðsgátt og fari að sjálfsögðu í umsagnaferli í meðförum þingsins. Hún náði ekki upp í nef sér yfir því að ekki væri verið að rukka almennileg gjöld af öðrum náttúruauðlindum. Fannst þetta alveg agaleg hræsni. Í greinargerð frumvarpsdraga stendur á bls. 3 segir þetta: „…er nefndin þeirrar skoðunar að rétt sé að stefna að greiðslu fyrir afnotarétt af öllum auðlindum sem eru í eigu ríkis eða þjóðar af tvennum ástæðum: annars vegar til að greiða kostnað ríkisins af stjórn og eftirliti við viðkomandi auðlind, hins vegar til að tryggja þjóðinni í heild sýnilega hlutdeild í þeim umframarði sem nýting hennar skapar.“ Það er bara næstum eins og grátkórinn hafi ekki séð ástæðu til að lesa það sem þau eru ósátt við.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: