- Advertisement -

Laskaðir innviðir jafngilda okurláni

Hefðu orðið færri slys, færri slasast alvarlega? Færri látið lífið?

Sigurjón M. Egilsson, skrifar leiðara dagsins:

Á árunum 2008 til 2015, ef ég man rétt, stýrði ég umræðuþætti í útvarpi þar sem mest var fjallað um stjórnmál og efnahagsmál.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oft spurði ég ráðafólk, einkum þau sem vildu leggja allt kapp á að lækka opinberar skuldir sem fyrst og sem mest, hvort ekki mætti jafna aðgerðarleysi í uppbyggingu innviða, við okurlán. Aldeilis ekki svöruðu allir.

Nú er okkur bent á að ef ekki verða settir á vegaskattar munum við áfram tapa 50 til 60 milljörðum á ári vegna slysa á löskuðu vegakerfi. Stórframkvæmdir bíða. Er það ekki ámóta há fjárhæð og vaxtagreiðslur ríkissjóðs eru á einu ári?

Hefði fyrr verið hugað að vegakerfinu hver væri staðan þá? Hefðu orðið færri slys, færri slasast alvarlega? Færri látið lífið? Er það ekki það sem skattheimtumennirnir eru að segja? Með rökunum fyrir vegasköttunum eru þeir þá ekki að kveða upp dóma yfir eigin verkum, eða verkleysi öllu heldur? Þar sem afleiðingar eru þá hreint hryllilegar.

Það er ekki bara vegakerfið sem er í rúst. Viðhald eign, hríðversnandi heilbrigðiskerfi, fátækt, ekki síst öryrkja og aldraðra, menntakerfið og áfram má telja það sem á eftir að laga. Allt það sem hefur verið láta drabbast niður. 

Skattar hafa verið færðir frá fólki sem á ofgnótt til þess fólks sem heyir lífsbaráttu upp á hvern einasta dag. Konsert stjórnmálanna er falskur. Mannúðina vantar.

Það var sem að taka fáránlegt okurlán að láta þetta allt sitja á hakanum, tefla lífi og limum fólks í stórhættu. Nú er rendar hægt að sýna sæmilega stöðu ríkissjóðs. Einhverjir geta þá barið sér brjóst vitandi að tjaldabaki er allt í rúst.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: