- Advertisement -

Látum ekki hatrið sigra

Fordómar eru vandamálið.

Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingunni sagði í Alþingi:

„Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði með reisn án ótta. Það er vitað að trans fólk, sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan.

Það er ekki vegna þess hver þau eru heldur vegna þess hvernig yfirleitt samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá skilaboð beint og óbeint að þau séu ekki nóg, að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er áhyggjuefni því að orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún eða hán er án þess að biðjast afsökunar, samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar, öryggi í stað ótta, von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast í eitt. Baráttan er á okkar ábyrgð, okkar allra. Ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti þá bregðumst við okkar eigin gildum, gildum um réttlæti, um mannúð og um jöfnuð. Ég vil hvetja þingheim til að standa með trans fólki og láta ekki hatrið sigra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: