- Advertisement -

Lausnir ríkisstjórnarinnar þegar úreltar

Efnahagspakki bandarískra stjórnvalda er því bæði stærri og siðaðri en pakki íslenskra stjórnvalda.

Gunnar Smári skrifar:

Efnahagsaðgerðir Bandaríkjastjórnar er upp á 2 trilljónir dollara upp á amerísku eða 2.000 milljarða dollara upp á íslensku. Það eru rúmlega 281 þúsund milljarða íslenskra króna, eins og landsframleiðsla á Íslandi í rúma öld. En Bandaríkjamenn eru fleiri en Íslendingar svo upp á íslenskt samfélag jafngildir þessi upphæð um 313 milljörðum króna sé miðað við höfðatölu.

Megnið af þessu eru bein útgjöld og lánveitingar, bein greiðsla til almennings, auknaratvinnuleysisbætur, umfangsmikil aðstoð við lítil og meðalstór fyrirtæki (stór fyrirtæki á Íslandi myndu lenda í þeim flokkum), lánasjóður sem lánar til flugfélaga, hótela og fyrirtækja sem hafa orðið sérlega illa úti og neyðaraðstoð til heilbrigðiskerfisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…verða illa úti vegna yfirstandandi og komandi kreppu.

Að þessu sinni, og að fenginni reynslu af efnahagsaðgerðum Obama eftir Hrun 2008, fylgja nú bæði kröfur og eftirlit öllum stuðningi til fyrirtækja, um að aðstoð verði ekki notuð til að bæta hag eigenda með kaupum á eigin hlutabréfum o.s.frv.

Efnahagspakki bandarískra stjórnvalda er því bæði stærri og siðaðri en pakki íslenskra stjórnvalda, sem hafa ekki sett nein skilyrði fyrir aðstoð við fyrirtæki og ekki takmarkað hana við þau fyrirtæki sem sannarlega verða illa úti vegna yfirstandandi og komandi kreppu.

Það segir nokkuð um hversu hratt efnahagshorfur versna að þegar bandarísk yfirvöld byrjuðu að smíða pakkann var gert ráð fyrir 1000 milljörðum dala en upphæðin tvöfaldaðist á tímanum sem tók að útbúa pakkann. Pakki íslenskra stjórnvalda er af þessum ástæðum, versnandi efnahagshorfum, þegar orðinn úreltur; of lítill og ekki nógu skýrt miðaður að því að mæta þeim vanda sem við erum að keyra inn í.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: