- Advertisement -

Almenningi er fórnað fyrir fjármálakerfið

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifaði:

Eins og flestir vita er til svokölluð samræmd vísitala neysluverðs (HICP) en það er vísitala þar sem öll ríki innan ESB mæla vísitöluna með nákvæmlega sama hætti. Einni munurinn á íslensku vísitölunni og þessari samræmdu vísitölu er að ekki er inn í íslensku vísitölunni svokölluð „reiknuð húsaleiga“.

En takið eftir að verðbólga á Norðurlöndunum er yfirleitt hærri en hér á landi en samt eru stýrivextir á Norðurlöndunum miklu lægri en á Íslandi og er munurinn allt að 188% t.d. við Danmörku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég spyr, af hverju eru stýrivextir hér á landi þetta miklu hærri en á Norðurlöndunum þrátt fyrir að verðbólga þar sé yfirleitt umtalsvert hærri en hér á landi.

Mitt mat er að þetta lýtur að því að fórna almenningi og heimilum til þess eins að verja fjármálakerfið, enda skil ég ekki hvaða hagfræðileg rök liggja að baki þessum gríðarlega mun á stýrivöxtum milli Íslands og Norðurlandanna.

Það liggur fyrir að lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja. 1% vaxtahækkun kostar heimilin 27 milljarða og fyrirtækin 54 milljarða!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: