- Advertisement -

Kollsteypan er staðreynd

Covid sprengdi bóluna. Gengið hefur fallið, kollsteypan er staðreynd.

Ragnar Önundarson skrifar:

Fyrir tveimur árum skrifaði ég þetta: „Sterk króna kemur öllum til góða. „Kollsteypa“ veldur gengislækkun, tekinn er einn „snúningur“ á launamönnum með víxlgangi verðlags, skulda og launa. Aldraðir og öryrkjar sitja eftir meðan ríkissjóður finnur nýtt jafnvægi tekna og gjalda. Þetta er ekki lausnin.

Hátekjufólkið verður að gefa eftir. Niðurfærsla launa „sjálftökuliðsins“ á almenna markaðnum er ekki framkvæmanleg. Niðurfærsla launa kjararáðs-liðsins er möguleg og táknrænt mikilvæg. Mín skoðun er sú að alvöru a) hátekju- og auðlegðarskattar og samhliða b) hámark á frádráttarbærni launagreiðslna til eins og sama framteljanda, geti slegið á sjálftökuna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verkalýðshreyfingin verður að taka þessa afstöðu. Standa með jöfnuði og velferð allra, líka aldraðra og öryrkja. Launafólk verður að muna að aldraðir og öryrkjar voru flestir launamenn. Hagkerfi þar sem allir hafa kaupmátt virkar best.“

Covid sprengdi bóluna. Gengið hefur fallið, kollsteypan er staðreynd.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: