- Advertisement -

Lekarnir: „Þjóð veit þá þrír vita“

Sigurjón M. Egilsson:

Sem betur fer eru starfandi blaðamenn sem gefa sig ekki. Heldur reyna aftur og aftur. Og ná árangri. Sem er gott.

Það hefur kastast í kekki milli atkvæðamesta fólksins í launþegafélögunum. Sem er eðlilegt. Fólkið hefur mikið skap. Engin eftirspurn er eftir skaplausu fólki í þessar stöður. Bara alls ekki. Vonin er sú að ágreiningur jafni sig og þau öll geti gengið í takt. Sem fyrst.

Svo eru það trúnaðarmálin. „Þjóð veit þá þrír vita.“ Sem blaðamaður í langan tíma hef ég oft komist yfir trúnaðargögn. Og er fjarri einn um það. Þau sem voru ósátt við „lekann“ giskuðu sjaldnast á rétt.

Skýrsla ríkisendurskoðanda lak út skömmu fyrir áætlaða birtingu. Það breytti svo sem ekki neinu. Margt fólk sýndi uppgerðar vandlætingu. Hvar lak? Ég veit það ekki og er viss um að sem margt það fólk sem telur sig vita það, er líklegast af öllu að vaða reyk. Þetta er skýrt dæmi um að áhugasamur og kappsfullur blaðamaður hefur náð árangri. Náði í skúbb. Gott hjá þeim sem það gerði.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Vilhjálmur Birgisson verður að hugsa um hvaða fólk, sem var á samningafundunum, hefði getað lekið.

Þá hitt málið. Upplýsingar um innihald nýs kjarasamnings Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins „láku“ út. Eða voru látin leka út. Eflingarfólk hafði greinilega engan ávinning af því að leka upplýsingunum. Bara alls ekki.

Hverjir í karphúsinu vissi um innihaldið? Fleiri en þrír? Já. Því er eðlilegast að einhver þeirra hafi klikkað á trúnaðinum sem átti að vera. Svo er hitt að engu skipti hver lak þessu. Stuttu síðar hefðu allir, sem vildu vita um hvað var samið, fengið að vita það.

Vilhjálmur Birgisson verður að hugsa um hvaða fólk, sem var á samningafundunum, hefði getað lekið.

Lekinn er oft nær en margur heldur. Sem betur fer eru starfandi blaðamenn sem gefa sig ekki. Heldur reyna aftur og aftur. Og ná árangri. Sem er gott.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: