- Advertisement -

Lentum við bara á gráa listanum?

„Við lentum þarna á gráum lista. En ég vil að lokum segja það, herra forseti, að það þarf að taka fast á ólögmætum viðskiptum og tryggja þeim yfirvöldum sem um þau fjalla nauðsynlegan mannafla og búnað sem þar starfa,“ sagði Ólafur Ísleifsson í umræðunni um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.

Þarna talar þingmaðurinn eins og við höfum ekki sjálf unnið til þeirrar skammar að hafa verið flokkuð á þann vafasama stað. Það gerðist ekki bara. Íslendingar höguðu sér ekki betur en svo að þetta varð lendingin. Skömmin er okkar.

„Við erum náttúrlega í þeirri aðstöðu, herra forseti, að við erum að leitast við að fóta okkur í nýrri veröld. Hin nýja veröld einkennist af þáttum eins og alþjóðavæðingu,“ sagði Ólafur.

„Við sjáum að það er hörð alþjóðleg samkeppni. Það eru harðar kröfur um arðsemi fyrirtækja, hagræðingu í rekstri. Þetta hefur kallað á miklar afleiðingar fyrir vinnuafl, eins og menn þekkja. Þetta hefur sýnilega haft stjórnmálalegar afleiðingar í ýmsum löndum þar sem vinnandi fólk hefur talið að störf hafi flust í burtu. Við erum sömuleiðis að leitast við að fóta okkur í heimi þar sem við erum vöruð við því af hálfu lögreglu að það sé vaxandi hlutur erlendra aðila í ólögmætri starfsemi hér á landi og fjöldi manns við brotastörf, að sögn lögreglu. Við erum hér með lög um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og vorum minnt á að við þurfum að vera á tánum til að fullnægja þeim kröfum sem til okkar eru gerðar. Við lentum þarna á gráum lista. En ég vil að lokum segja það, herra forseti, að það þarf að taka fast á ólögmætum viðskiptum og tryggja þeim yfirvöldum sem um þau fjalla nauðsynlegan mannafla og búnað sem þar starfa,“ sagði Ólafur Ísleifsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: