- Advertisement -

Líf vildi hafa Sönnu með

„Ég hef samt fulla trú á því að samstarfsfletirnir verði margir við Sósíalistana og að við getum gert góða hluti í borgarstjórn á kjörtímabilinu.“ Samhljómur með stefnu Vinstri grænna og Sósíalista.

Líf Magneudóttir, borgarafulltrúi VG og fráfarandi forseti borgarstjórnar, segir vonbrigði að Sanna Magnea Mörtudóttir, vilja ekki taka þátt í myndun meirihluta.

„Í dag hitti ég Sönnu, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, og kannaði áhugann um mögulegt samstarf um stjórnun borgarinnar á nýju kjörtímabili. Sósíalistaflokkurinn lagði á það áherslu fyrir kosningar að hann vildi tryggja valdalausu fólki aðkomu að stjórn borgarinnar og fékk góðan stuðning við þá stefnu,“ skrifaði Líf í gærkvöld.

„Það eru því vonbrigði að Sósíalistaflokkurinn hafi í kvöld hafnað því að koma að stjórnun borgarinnar með beinum hætti án þess láta reyna á hverju þau gætu náð fram með viðræðum, segir Líf.

„Ég vildi hafa Sönnu með í meirihlutasamstarfi því það er mikill samhljómur með stefnu Vinstri grænna og Sósíalista. Það hefði verið hægt að vinna vel að sameiginlegum markmiðum okkar í þágu almennings eins og að jafna kjör barna og jaðarsettra hópa í Reykjavík. Vinstri röddin þarf að vera sterk í borgarstjórn og þarna hefði verið langþráð tækifæri til að gera hana enn sterkari með þátttöku Sósíalistanna.

Við erum í stjórnmálum til að hafa áhrif. Til að hafa áhrif þarf maður að komast að borðinu eins og var talað um í kosningabaráttunni, axla ábyrgð og nýta tækifærin til að gera samfélagið betra. Ég hef samt fulla trú á því að samstarfsfletirnir verði margir við Sósíalistana og að við getum gert góða hluti í borgarstjórn á kjörtímabilinu. Ég er reyndar þess fullviss.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: