- Advertisement -

Lúxusíbúðir sem enginn bað um

Hér vælir einn braskarinn yfir því að fá ekki að leigja túristum úr því að kaupendurnir sem hún ímyndaði sér, eru ekki til.

Gunnar Smári skrifar:

Grimmd, heimska og bind oftrú á hinn svokallaða frjálsa markað. Djöfulleg húsnæðiskreppa grefur undan lífskjörum tug þúsund fjölskyldna árum saman og þetta er niðurstaðan: Hellingur af óseljanlegum lúxus-blokkaríbúðum sem enginn vill, enginn bað um og enginn þarfnast. Stjórnvöld, ríki og borg, fólu bröskurum, spákaupmönnum, leiguokrurum og verktökum skipulagsvaldið og útkoman er hryllingur, auðvitað. Hér vælir einn braskarinn yfir því að fá ekki að leigja túristum úr því að kaupendurnir sem hún ímyndaði sér, eru ekki til. En túristarnir eru heldur ekki til. En börnin í iðnaðarhverfunum, öryrkjarnir á sófanum hjá ættingjum sínum, unga fólkið í bílskúrunum, einstæða móðirin sem borgar 2/3 hluta launa sinna í húsaleigu … þetta fólk er til. Í raunveruleikanum. En ekki í hugsa stjórnvalda.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: