- Advertisement -

Makrílkvóti mun ódýrari en í Namibíu

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Samkvæmt tölvuskeytum Samherja bauð fyrirtækið 26,65 kr. fyrir kílóið af 12.000 tonna kvóta af hrossamakríl, var tilbúið að borga rétt tæplega 320 m.kr. fyrir þetta magn. Fyrirtækið fékk hins vegar ekki að kaupa, var bent á að lægsta verð væri 29,57 kr. eða tæplega 355 m.kr. fyrir 12.000 tonn af kvóta.

Í viðskiptum milli útgerðarmanna hérlendis er kvóti á makríl, sem er verðmætari fiskur en hrossamakríll, seldur á 60,23 kr. að meðaltali (meðalverð síðustu tólf mánuði).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Veiðigjöldin sem stjórnvöld innheimta fyrir makrílkvóta er hins vegar aðeins 3,27 kr. kílóið. Það er 12,3% af því verði Samherji var tilbúinn til að borga í Namibíu fyrir hrossamakríl, 11,1% af því verði sem namibísk stjórnvöld vilja fá fyrir kvótann og aðeins 5,4% af því sem útgerðarmenn rukka hvern annan um fyrir kvóta.

Það má sjá ákveðið samhengi milli verðsins út í Namibíu og þess sem útgerðarmenn innheimta yfir verðmætari fiskitegund. Það sem íslensk stjórnvöld innheimta fyrir okkar hönd er hins vegar algjörlega út úr kú. Við eigum að reka fólk sem fer svona með eigur okkar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: