- Advertisement -

Makríllinn tafði aðildarviðræðurnar

„Ástæðan þess að málið kláraðist ekki á síðasta kjörtímabili er býsna augljós. Framan af kjörtímabilinu var Evrópusambandið að endurskoða sína eigin sjávarútvegsstefnu og til þess að opna viðræður og til að semja við okkur um sjávarútveg urðu þeir að ljúka sinni eigin stefnu. Og þegar kom fram á kjörtímabilið, þá synti inn í lögsögu okkar fiskur sem heitir makríll. Það var ófyrirséð og það spruttu deilur við Evrópusambandið um hvernig ætti að skipta þeim stofni. Meðan við vorum í deilum við Evrópusambandið um makrílinn var ekki hægt að opna viðræður í sjávarútvegsmálum. Nú er það, sem betur fer, þannig að við höfum náð skilningi við Evrópusambandið um hvað vil teljum vera rétta skiptingu á makrílnum,“ sagði Helgi Hjörvar, alþingismaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, þegar hann var á Sprengisandi á Bylgjunni spurður hvers vegna síðasta ríkisstjórn hefði ekki náð að klára aðildarviðræðurnar á síðasta kjörtímabili.

Þannig að töfin er makrílnum að kenna?

„Já, sannanlega tafði hann þetta mál verulega.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: