- Advertisement -

Málfundastælar og aulabrandarar

Alþingi „Það verður að segjast algjörlega umbúðalaust að það er gjörsamlega óþolandi að þingið og Ísland þurfi að búa við slíkan forsætisráðherra að hann geti ekki með nokkru móti neitað sér um útúrsnúninga, aulabrandara og málfundaæfingar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þinglokksformaður Vinstri grænna, að loknum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Hún var ósátt.

„Þetta er skrýtin staða. Að afloknum fyrirspurnatíma til ráðherra eru eiginlega fleiri spurningum ósvarað en svarað því að hæstvirtur forsætisráðherra hefur tileinkað sér það að vera með útúrsnúninga, málfundastæla og aulabrandara í svörum við málefnalegum spurningum þingmanna,“ sagði þingflokksformaðurinn.

Og hún bætti við. „Það er bara sjálfstætt vandamál á Íslandi í dag að vera með slíkan forsætisráðherra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: