- Advertisement -

Mannfyrirlitning rann úr hverjum kjafti

„Ég á í rauninni fá orð til að lýsa fyrirlitningu minni og skömm á þeim „samræðum“ sem nokkrir alþingismenn áttu á öldurhúsi í síðustu viku – og mikið hefur verið fjallað um í dag,“ skrifar Páll Magnússon alþingismaður.

„Kvenfyrirlitningin – eða öllu heldur mannfyrirlitningin – lak þar út úr hverjum kjafti. Ég vona að mér hafi þó tekist að koma skoðun minni nokkurn veginn til skila í stuttum þætti á Stöð 2 í kvöld, sem ég tengi við hérna fyrir neðan. (Ég sé svo hér á netinu að sumir eru að rembast við að sjá á þessu spaugilegar hliðar og birta einhverskonar skopmyndir tengdar þessu. Þið afsakið: mér finnst þetta ósmekklegt – sé nákvæmlega EKKERT fyndið við þetta).“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: