- Advertisement -

Með hendurnar bundnar í kerfisbundnum rasisma

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Okei, staðan er þessi: Ráðherrann segist ekki skipta sér af einstökum málum og kallaði eftir skýringum hjá Útlendingastofnun. Útlendingastofnun sagðist hafa farið eftir bókinni sem þingið samdi og ráðherrann afhenti stofnunni. Ráðherrann sagðist þá fallast á skýringar Útlendingastofnunar. Ráðherrann getur samkvæmt þessu ekkert gert og heldur ekki Útlendingastofnun, allir eru með hendurnar kyrfilega bundnar við hinn kerfisbundna rasisma sem vellur áfram og allir eru skuldbundnir að framfylgja en enginn þykist bera ábyrgð á. Þetta verður nú ekki vitlausara en þetta. Ætli fólkið trúi þessu sjálft?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: