- Advertisement -

Með krumlurnar í sjóðum landsmanna

Sumir ætla fyrst og fremst og eingöngu að standa með sjálfum sér.

Úlfar Hauksson skrifar:

Það er svo margt bogið og rangt við að stórgróða fyrirtæki, með eigið fé upp á milljarða og arðgreiðslur ár eftir ár sem hlaupa á milljörðum, skuli nú vera með krumlurnar í samfélagssjóðum landsmanna. Fyrirtæki sem berjast með kjafti og klóm gegn því að greiða í þessa sjóði og flokka slíka innheimtu sem „ofbeldi“. Eina sem þessi græðgisfyrirtæki þurfa að gera núna svo þau geti sópa til sín fé úr almannasjóðum er að fresta arðgreiðslum um nokkra mánuði. Subbulegt er það og ljóst að ákall um samstöðu og samhug er túlkað með mismunandi hætti og nær ekki til allra. Sumir ætla fyrst og fremst og eingöngu að standa með sjálfum sér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: