- Advertisement -

Með kverkatak á Bjarna

Davíð: „Þetta eru um­hugs­un­ar­verð og rétt­mæt varúðarorð.“

Davíð Oddsson er ekki hættur baráttunni gegn þriðja orkupakkanum, alls ekki. Hann notar Staksteina dagsins til baráttunnar, og einkum gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins þeirra:

„Gunn­ar Rögn­valds­son vitn­ar á blog.is í svar Bjarna Bene­dikts­son­ar á Alþingi í mars í fyrra við spurn­ingu um þriðja orkupakk­ann. Þar sagði Bjarni: „Hvað í ósköp­un­um ligg­ur mönn­um á að kom­ast und­ir sam­eig­in­lega raf­orku­stofn­un Evr­ópu á okk­ar ein­angraða landi með okk­ar eigið raf­orku­kerfi? Hvers vegna í ósköp­un­um hafa menn áhuga á því að kom­ast und­ir boðvald þess­ara stofn­ana? […] Eru það rök að þar sem Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur þegar tek­ist að koma Íslandi und­ir ein­hverja sam­evr­ópska stofn­un sé ástæða til að ganga lengra? […] Hérna erum við með krist­al­tært dæmi um það, raf­orku­mál Íslands eru ekki innri-markaðsmál.“

Þetta eru um­hugs­un­ar­verð og rétt­mæt varúðarorð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Enn og aftur kristallast hversu hörð átök eru innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarna er síðan að skýra sín augljósu sinnaskipti. Hvað gerðist? Hvað býr að baki?

Sú stund rennur upp að Bjarni komist ekki undan að svara þessum spurningum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: