- Advertisement -

Mögnuð kvöldstund með Jóa í Borgarleikhúsinu

Tónleikar Jóhanns Sigurðarsonar í Borgarleikhúsinu í vikunni voru hreint frábærir. Jóhann var eðlilega í aðalhlutverki, enda var hann að fagna að hafi verið leikari og söngvari í 44 ár. Vel til fundið hjá honum.

Nokkrir stórgóðir söngvarar stigu á svið. Fólk reis úr sætum þegar Kristinn Sigmundsson koma á sviðið. Fögnuður og virðing fyrir stórsöngvaranum var mikil. Eftir hlé kom annar söngvari sem þjóðin kann að meta; Kristján Jóhannsson. Tónleikagestir risu úr sætum og vottuðu Kristjáni virðing sína, rétt eins og Kristni fyrr um kvöldið.

Fleiri gestir sungu með Jóhanni eða einir. Þeirra á meðal var mágkona Jóhanns, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hansa. Hún sem og aðrir stóð sig frábærlega. Hljómsveitarstjóri var Pálmi Sigurhjartarson. Hljómsveitin var þétt og góð.

Karlakór kom mikið við sögu. Frábær kór sem ég veit ekki hvað heitir. Ég sá að Geir Haarde

Þú gætir haft áhuga á þessum

fyrrverandi forsætisráðherra, og Finnbjörn Aðalvíkingur Hermannsson forseti ASÍ stóðu hlið við hlið í öftustu röð.

Jóhann er góður söngvari og raddmikill. Við gleymum ekki svo glöggt þegar hann söng MY Way með krafti og eftirminnilegum hætti.

Það voru bara einir Tónleikarnir. Það var uppselt. Vont er að trúa að ekki verði efnt til fleiri tónleika.

Niðurstaða. Frábærlega skemmtilegir tónleikar. Unnir af fagfólki. Það var ekki bara góður söngur og hljóðfæraleikur. Húmorinn var með. Það var mikið hlegið. Miðað við andlit gestanna þegar haldið var heim, var þannig að sjá máttu fimm stjörnur í hverju andliti.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: