- Advertisement -

Nennum þessu bara ekki

Sigurjón M. Egilsson:

Vissulega væri best að fara bara. Flytja í betra umhverfi en íslenskir stjórnmálamenn geta boðið okkur. Fjöldi fólks er að gugna undan álaginu sem kostar að hafa vanhæft stjórnmálafólk. Það er fáránlegt að fjöldi fólks hefur þegar lagt á flótta.

Óstjórn efnahagsmála er í rusli. Stöðugt er lagt meira á okkur. Verðbólgan og stýrivextir hér eru margfalt meiri en í helstu nágrannalöndum. Afborganir lána hækka stöðugt og skuldirnar hækka líka.

Ríkisstjórnin er vanhæf. Okkur skiptir engu hvort það Bjarni Benediktsson eða Þórdís K.R. Gylfadóttir sitja í fjármálaráðuneytinu. Sama úrræðaleysið er eftir sem áður. Endalaus hallarekstur og það í uppsveiflu. Þetta er handónýtt.

Vissulega væri best að fara bara. Flytja í betra umhverfi en íslenskir stjórnmálamenn geta boðið okkur. Fjöldi fólks er að gugna undan álaginu sem kostar að hafa vanhæft stjórnmálafólk. Það er fáránlegt að fjöldi fólks hefur þegar lagt á flótta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verra getur það ekki verið. Fólk fer meðal annars til landa þar sem skikk er á efnahagsmálum. Þrátt fyrir að þær þjóðir eigi ekki auðlindir sem við. Hér er bullandi hagnaður stærstu fyrirtækja landsins. Nefni bara banka og útgerðir.

Lobbýistar þessara fyrirtækja hefur tekist að verja stóru fyrirtækin að þau borgi sanngjarnan hlut til samfélags. Á sama tíma og það er ekki gert veikist grunnstoðir samfélagsins. Heilbrigði og menntur eiga undir högg að sækja.

Meðan geta þau efnamestu hagað sér eins og þau vilja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: