- Advertisement -

Nú mega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vara sig!

Styrmir Gunnarsson.

„Auglýsing frá Miðflokknum í Morgunblaðinu í dag, þar sem auglýst er eftir sögum af reynslu fólks af samskiptum við hið opinbera stjórnkerfi bendir ótvírætt til þess að Miðflokkurinn ætli að taka upp baráttu fyrir því að hrist verði rækilega upp í stjórnkerfinu,“ skrifar Styrmir Gunnarsson.

„Það er enginn vafi á því – og mátti m.a. finna á fundum um þriðja orkupakkann víðs vegar um land – að meðal almennra borgara er sterkur hljómgrunnur fyrir því, að það verði gert. Sú var tíðin, að þetta var mál Sjálfstæðisflokksins. Einu sinni gengu ungir sjálfstæðismenn fram undir kjörorðinu Báknið burt. En svo vildi svo illa til að þegar þeir hinir sömu komust í aðstöðu til varð minna úr gerðum,“ skrifar hann og rennir stoðum undir þá kenningu að eldri sjálfstæðismenn heillist æ meir að Miðflokknum.

Styrmir skrifar áfram: „En.- Láti Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur Miðflokknum þetta mál eftir geta orðið meiri breytingar á fylgi flokka en talið hefur verið líklegt fram að þessu. Það þarf ekki að gerast að Miðflokkurinn nái þessu frumkvæði í sínar hendur. Þeir sem sitja í ríkisstjórn nú vita mæta vel – og betur en aðrir – hvað um er að ræða. Annar hvor eða báðir flokkarnir geta komið í veg fyrir það, hafi þeir vilja til. En er sá vilji til staðar???“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: