- Advertisement -

Ný frétt: Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sameinast

Ákveðið hefur verið að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn renni saman, sameinist, undir nafni Sjálfstæðisflokksins.

„Þetta er stórt skref og merkilegt,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann staðfesti sameiningu flokkanna. Bjarni sagði sérlega gaman að vera formaður flokksins á þessum tímamótum í sögu hans.

„Það er gott að koma heim,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stofnandi og eini formaður Viðreisnar, þar sem flokkurinn verður lagður niður í núverandi mynd, verða eðlilega ekki fleiri formenn í Viðreisn.

Aðspurður sagði Benedikt ekki vera viss um hvort hann sækist eftir embætti varaformanns flokksins. Hann sagði eðlilegt að embættið félli einhverjum úr Viðreisn í skaut.

Kannski Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins? „Það er aldeilis fín hugmynd,“ svaraði Benedikt brosandi.

Sameiginlegur þingflokksfundur verður haldinn í Valhöll klukkan tvö í dag.

Hér er viðtal við þá frændur, Bjarna og Benedikt, sem nú eru aftur saman í stjórnmálaflokki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: