- Advertisement -

Páll og hýrudráttur hjúkrunarfræðinga

Bjarni Benediktsosn.
Hann nennti að togast á um hvort lækkun launa hafi verið launalækkun eða ekki. Gaf eftir þegar taflið var taðað.
Skjáskot: Víglínan.

Þjóðin varð vitni að því að ráðendur Landspítalans og ráðherrar flutu sofandi að feigðarósi. Þau vöknuðu upp við eigið sinnuleysi. Hjúkrunarfræðingar lækkuðu í launum um tugi þúsunda. Magnaður þrýstingur tug þúsunda varð til þess að ráðherrarnir og forstjórinn „reddu“ sér fyrir horn. 

Bjarni Benediktsson nennti að þrasa um hvort lækkun launa sé launalækkun eða ekki. Sjálfum sér líkur.

Páll Matthíasson forstjóri snertir aðeins á þessu máli í forstjórapistli helgarinnar. Gefum honum orðið:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Veik vörn forstjórans.

„Það vakti að sjálfsögðu athygli að nú um mánaðamótin kom til framkvæmda að hluta til ákvörðun sem tekin var á haustmánuðum um að hætta greiðslum sérstaks vaktaálagsauka sem hópur hjúkrunarfræðinga hefur notið. Vaktaálagsaukinn og Hekluverkefnið eru ófjármögnuð verkefni sem Landspítali ákvað að greiða hjúkrunarfræðingum fyrir umfram kjarasamninga. Þetta voru tilraunaverkefni en líka að hluta nauðsynlegar aðgerðir í ljósi mikils skorts á þessu mikilvæga starfsfólki.  Í september síðastliðnum, þegar Landspítali stóð frammi fyrir umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum, var ákveðið að fella niður vaktaálagsaukann frá vori en halda Hekluverkefninu áfram þangað til samningar næðust . Engan óraði þá fyrir þeirri stöðu sem við nú erum í heldur voru vonir bundnar við að samningum við hjúkrunarfræðinga væri lokið. Svo er ekki, sem í ljósi stöðunnar er afar óheppilegt enda skrifaði ég í vikunni, ásamt forstjórum hinna 9 opinberu heilbrigðisstofnananna, heilbrigðisráðherra bréf þar sem við lýstum áhyggjum okkar af þessari stöðu. Það er áríðandi að samningsaðilar nái saman sem allra fyrst. Oft var þörf en nú er nauðsyn.“

Veik vörn forstjórans. Það er ekki hægt að réttlæta sofandaháttinn í þeirri stöðu sem við öll erum. Hjúkrunarfræðingar eiga þakkir skyldar. Ekki hýrudrátt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: