- Advertisement -

Páll Valur yfirgefur Bjarta framtíð

- kraumandi óánægja með ríkisstjórnarþátttöu flokksins.

Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtiðar hefur sagt skilið við flokkinn. Páll Valur lét í ljósi óánægju með hið nána samstarf Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, sem varð til strax að loknum kosningunum í oktober.  Vitað var að hann var mjög gagnrýnin á þátttöku Bjartrar framtíðar í núverandi ríkisstjórn.

Páll Valur kynnti ákvörðun sína fyrir félögum í Bjartri framtíð í gær. Hann mun þar telja til nokkur atriði sem urðu til þess að hann ákvað að hætta. Honum þykir flokkurinn hafa gefið alltof mikið eftir í Evrópumálum, eins varðar auðlindir og umhverfi og ekki síst gagnvart stöðu barna.

Páll Valur fékk viðurkenningu Unicef, þegar hann gegndi þingmennsku, fyrir baráttu i málefnum barna.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um betri stöðu barna, einkum þeirra sem búa við verri kjör, og Björt framtíð hyggst ekki samþykkja frumvarpið. Það mun hafa áhrif á ákvörðun þingmannsins fyrrverandi. Páll Valur flutti sjálfur ámóta frumvarp með stuðningi allra þáverandi þingmanna flokksins.

Áður komið fram að nokkuð er um óánægju innan Bjartrar framtíðar með stjórnarþátttökuna. Páll Valur er fyrstur, svo vitað sé, sem segir úr flokknum, einkum vegna þeirrar vegferðar Bjartrar framtíðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: