- Advertisement -

Pínleg málsvörn Samherja

Í sjálfu sér er röksemdarfærslan í skrifum Samherja grátbrosleg.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Óskaplega var það vandræðalegt að lesa ádeilu Samherja á skýrslu fjármálaeftirlits Noregs. Umrædd skýrsla er frá í desember, en var gerð opinber í vikunni. Það kom fátt á óvart í gagnrýni Samherja á fjármálaeftirlit Noregs – Íslenska fyrirtækið sem sætir rannsókn fyrir fjármálamisferli í nokkrum löndum, setti sig á háan hest og talaði niður til norskra stjórnvalda og sökuðu þau um ónákvæmni sem hafi beinlínis leitt til villandi fréttaflutnings og að staðreyndir hafi afbakast.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í sjálfu sér er röksemdarfærslan í skrifum Samherja grátbrosleg þar sem er fullyrt annars vegar að skýrslan varði eingöngu norska bankann sem þurfti að greiða himinháar bætur vegna vafasamra fjármálaflutninga og hins vegar er skammast út í Norðmenn fyrir að fá ekki að koma að andmælum vegna málsins.

Erfitt er að sjá hvernig þetta tvennt gengur heim og saman, en engu að síður þá má allt eins búast við því að Bjarni Ben taki málið upp líkt og fyrr og mótmæli vinnubrögðum Norðmanna gegn íslenskum hagsmunum.

Eflaust er það framandi fyrir íslenska stjórnmálamenn að komast að því að þegar stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum tóku á peningaþvætti norrænna banka fyrir örfáum árum m.a. í Eystrasaltslöndunum, þá var ekki leitað sérstaklega eftir sjónarmiðum t.d. rússneskra glæpaklíka, sem notuðu fjármálastofnanirnar á Norðurlöndunum til þess að hvítþvo illa fengið fé.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: