- Advertisement -

Pólitískur barnaskapur Kristrúnar

Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri.

Um þessar mundir fögnum við Samfylkingarfólk nýjum leiðtoga sem ég batt miklar vonir við en kipptist óneitanlega við þegar ég hlustaði á hana í Morgunþætti Rásar 1 þar sem hún sagði hluti sem mér mislíkuðu stórlega. Þegar talið barst að nálgun flokksins í framtíðinni gagnvart hugsanlegri aðild að ESB var engu líkara en að maður væri að hlusta á talsmenn íhaldsflokkanna þriggja í ríkisstjórn eins uppbyggilegt og það nú er. Hún sagði til dæmist að óraunhæft væri að með aðild kæmu peningar af himnum ofan eins og íhaldsflokkarnir hafa staglast á enda þótt engum heilvita manni hafi dottið slík vitleysa í hug og alls ekki haldið slíkri fullyrðingu fram.

Því er meira en sorglegt að verðandi leiðtogi okkar jafnaðarmanna skuli klína á okkur, sem viljum stefna að aðild, að slíkum pólitískum barnaskap. Kjarni málsins er auðvitað sá að fjölmargt í fjármálum landsins, fyrirtækja og heimila myndi breytast til batnaðar með aðild, stöðugleiki væri betur tryggður með alvöru gjaldmiðli og almennt yrðu vandamálin viðráðanlegri heldur en við eigum við að búa um þessar mundir. Allt tal um hókus pókus í því sambandi er aðeins fyrir talsmenn þeirra sem vilja halda ríkjandi ástandi áfram og er bara hrein og bein íhaldsstefna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: