- Advertisement -

Procar fer til lögreglunnar

Mál Procar verður sent til lögreglunnar.

Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar verði kærðir til lögreglu. Þeir verða kærðir fyrir auðgunarbrot.

Byggt er á að kaupendur bíla, sem Procar seldi, hafi verið blekktir.

Páll Bergþórsson, lögmaður hjá Rétti, hefur sagt að þeir sem hafi leitað til hans hafi margir lent í því að ýmislegt í bílunum hafi verið farið að bila mun fyrr en eðlilegt er, sé miðað við ekna kílómetra á mæli. Það geti verið mjög hættulegt og dregið úr umferðaröryggi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„FÍB, Samtök ferðaþjónustunnar, Neytendasamtökin, Bílgreinasambandið og Samgöngustofa sátu fund saman fyrir helgina í framhaldi af fréttum um sviksamlegt hátterni Procar bílaleigunnar. Þar var rætt um hvernig er hægt að bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu? Hvernig er hægt að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar?“ Þetta segir meðal annars á fib.is.

Þar kom fram að Bílgreinasambandið ætlar á næstunni að opna fyrir aðgang á vefsíðu sinni (bgs.is) að ökutækjaskrá fyrir þá sem vilja kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis, ásamt því að sjá skoðunarferil bílsins og fleira. Upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi.

„Þá hafa nokkur bílaumboð hvatt bíleigendur til að hafa samband til að fá aðstoð ef grunur leikur á svikinni kílómetrastöðu. FÍB og Bílgreinasambandið hafa kannað hjá bílaumboðunum hvort aksturstölvur geymi raunverulegan akstur þó átt hafi verið við mælastöðu, en svo virðist ekki vera nema í örfáum tilfellum í dýrari gerðum bíla. Mögulega geta upplýsingar um gangstundir bílvéla varpað ljósi á heildarakstur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: