- Advertisement -

Ráðherra hlustar ekki á Samgöngustofu

Sigurður Ingi Jóhannsson.
„Ráðuneytið fellst ekki á þau sjónarmið.“

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur lagt fram ítarlegt frumvarp um köfun. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknu hlutverki Samgöngustofu, sem er ekki par hrifinn af því.

„Að því er varðar gildissvið frumvarpsins og eftirlitsákvæði er afstaða Samgöngustofu sú að hlutverk stofnunarinnar verði með skýrum hætti einskorðað við útgáfu atvinnuskírteina,“ segir í umsögn Samgöngustofu, en henni er einnig ætlað eftirlit.

„Þá leggst Samgöngustofa einnig gegn víðtækari eftirlitsákvæðum, einkum um vettvangskannanir,“ segir í umsögninni. „Stofnunin hafi hvorki yfir að ráða mannafla né tæknilegri þekkingu til að sinna eftirliti umfram það sem felst í útgáfu skírteina,“ segir þar.

Viðbrög ráðherra eru skýr: „Ráðuneytið fellst ekki á þau sjónarmið þar sem slík afmörkun er ekki í samræmi við yfirlýst markmið frumvarpsins um að stuðla að auknu öryggi við köfun.“

Auk Samgöngustofu mun Landhelgisgæsla Íslands og lögreglan einnig hafa heimild til vettvangskannana. „Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða nánar á um eftirlit Samgöngustofu.“

Lögmannsstofan LEX sendi umsögn, þá fyrir hönd Þjóðgarðsins á Þingvöllum: „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum leggst gegn því að viðurkenning og eftirlit með köfunarbúnaði verði fært undir félags- og jafnréttismálaráðherra. Það sé á verksviði Samgöngustofu að hafa eftirlit með köfun en athugun á köfunarbúnaði hlýtur að vera órjúfanlegur þáttur slíks eftirlits,“ segir þar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: