- Advertisement -

Ráðherrann og lífssparnaður almennings

Hún notar vissulega orðið „þjóðþrifamál“ um þetta áhugamál sitt.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Menntamálaráðherra er í viðtali hjá Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um auðsöfnun. Hún leggur mjög mikla áherslu „að fá sparnað landsmanna í meira mæli inn á verðbréfamarkaðinn þannig að almenningur komi að kaupum á hlutabréfum og skuldabréfum beint“ (það er talið mikilvægt að koma þessari skoðun menntamálaráðherra á framfæri af blaðamanni; þetta kemur fram bæði á forsíðu Fréttablaðsins og á forsíðu Markaðsins).

Lilja segir það að fá almenning á Íslandi til að setja sparnað sinn í kaup á verðbréfum sé „eitt af stóru úrlausnarefnunum okkar á næstu árum“. Hvaða „okkur“ ætli Lilja sé að vísa til; er hún að tala um stjórnvöld, eða um sig og Hörð Ægisson sem tekur viðtalið? Eða er hún að tala á samfélagslegum nótum, er eitt af stóru samfélagslegu verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir vegna Covid-kreppunnar að koma sparnaði fólksins á Íslandi í hlutabréfakaup? Hún notar vissulega orðið „þjóðþrifamál“ um þetta áhugamál sitt.

Kannski er það svo að gríðarleg eftirspurn er eftir stjórnmálafólki sem á sér fáa stærri drauma en að sparnaður fólks fari í kaup á verðbréfum? Það er í það minnsta ljóst að í vissum kreðsum er fátt talið mikilvægara í fari stjórnmálamanneskju en að hún sýni algjöran skilning á þörf kapítalista fyrir aðgengi að peningum almennings, að hún viti að skattafsláttur til þeirra sem kaupa hlutabréf er ein besta gjöf frá ríkissjóði sem til er og að ef takast á að selja banka þarf að sannfæra fólk um að það sjálft eigi möguleika á að auðgast verulega með því að kaupa sér hlutabréf: „sparnaður fari í arðbær verkefni“ eins og það heitir á vorum örlagaríku dögum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: