- Advertisement -

Ráðherrar hunsa Alþingi

Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi á fimmtudaginn í síðustu viku:

„Ég vil taka undir það sem fram hefur komið hérna. Það er svolítið skrýtið að það skuli bara tveir ráðherrar vera mættir, og það tveir með ný heiti; innviðaráðherra og vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ef ég man rétt nafnið á þeim. Og ég spyr: Eru hinir kannski farnir í frí? Það væri ágætt að upplýsa hvers vegna í ósköpunum hingað eru bara tveir komnir. Það eru 12 ráðherrar og ég myndi telja lágmark að 40–50% af þeim myndu skila sér hingað inn í umræðuna. Það hlýtur að vera skýring á þessu og ég spyr bara: Er skýringin sú að hinir séu komnir í frí?“

Birgir Ármannsson þingforseti benti á forsætisráðherra: „…að það er að jafnaði forsætisráðherra og forsætisráðuneytið sem skipuleggur hvaða ráðherrar koma til svara í fyrirspurnatímum. En þegar fyrirsjáanlegt var að það yrði fáliðað var óskað eftir því að reynt yrði að tryggja nærveru fleiri ráðherra, sem tókst ekki. Forseti hefur ekki sjálfur skýringar á því hvernig á því stendur…“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: