- Advertisement -

Raunveruleiki eldra fólks

Lægsti launa­taxti á almennum vinnu­mark­aði verður frá 1. nóv­em­ber 2022 kr. 402.235 en líf­eyrir frá TR frá 1. jan­úar 2023 er 307.829 kr. Bilið eykst enn frekar frá því sem var.

Þorbjörn Guðmundsson.

Þorbjörn Guðmundsson, for­maður kjara­nefndar LEB. skrifaði:

En hvað er eldra fólk að fá í vas­ann um þessi ára­mót til að mæta þessum miklu verð­hækk­unum sem verð­bólgan veldur í sam­an­burði við þá sem eru búnir að ganga frá kjara­samn­ing­um?

Elli­líf­eyrir frá TR hækk­aði 1. jan­úar um 21.210 kr. og verður 307.829 kr. á mán­uði og þegar tekið hefur verið til­lit til skerð­inga er hækk­unin 16.145 kr fyrir skatt. Í þessu dæmi er tekið mið af mið­gildi lífeyris frá lífeyrissjóði 212.256 kr. í lok árs­ins 2023. Gert ráð fyrir að líf­eyrir frá líf­eyr­is­sjóðum hækki um 5,6% og hækki á árinu 2023 um 11.226 kr. Þegar tekið hefur verið til­lit til skerð­inga og skatt­greiðslna hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur eldra fólks um 17.105 kr. á árinu 2023. Sé ein­stak­lingur með heim­il­is­upp­bót bæt­ist við 4.055 kr. fyrir skatt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorbjörn:

Vissu­lega er all stór hluti eldra fólks með ágætar tekjur og því ber að fagna en á móti er hóp­ur­inn sem er með mjög lágan líf­eyri allt of stór og því verður að breyta.

Sé horft til kjara­samn­ings SGS hækka taxta­laun að lág­marki um 35.000 kr. og ráð­stöf­un­ar­tekjur um 24.433 kr. á mán­uði.

Sé hins vegar horft til kjara­samn­inga VR og iðn­að­ar­manna má ætla að ráð­stöf­un­ar­tekjur hækki á bil­inu 25.745 til 42.908 kr. Auk þess hækkar orlofs- og des­em­ber­upp­bót um 5%.

Lægsti launa­taxti á almennum vinnu­mark­aði verður frá 1. nóv­em­ber 2022 kr. 402.235 en líf­eyrir frá TR frá 1. jan­úar 2023 er 307.829 kr. Bilið eykst enn frekar frá því sem var.

En hvað þýðir mið­gildi líf­eyris frá líf­eyr­is­sjóði kr. 212.256? Það segir okkur að helm­ing­ur­inn er með 212.256 kr. og lægra og hinn helm­ing­ur­inn með 212.256 kr og hærra. Vissu­lega er all stór hluti eldra fólks með ágætar tekjur og því ber að fagna en á móti er hóp­ur­inn sem er með mjög lágan líf­eyri allt of stór og því verður að breyta.

Þessi gliðnun á milli líf­eyris og launa end­ur­spegl­ast í yfir­lýs­ingu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sem hann birti í upp­hafi nýs árs. Að hans mati hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur á almennum vinnu­mark­aði árið 2023 um 50.000 kr. á mán­uði og þar af sé 8.000 kr. vegna upp­færðar við­miða tekju­skatts sem gefur ekki rétta mynd, því gert er ráð fyrir að tekju­skattur lækki en útsvar hækkar sam­svar­andi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: