- Advertisement -

Reynt er að féflétta ferðafólkið

Neytendur Helmut Jünemann, Þjóðverji sem hefur heimsótt Ísland í þrjátíu ár, segir nýleg dæmi um gjalddtöku á ferðamannastöðum segir verð og þjónustu ekki vera í neinum samræmi. Helmut skrifar litla grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Þar segir Helmut Ísland vera talið spennandi ferðaland, og það með réttu. „Landslag og sérstök náttúra heillar gestina. Ég hef heimsótt þetta land í 30 ár. Að vísu er flest frekar dýrara hér samanborið við verðlag í Þýskalandi. En það er skiljanlegt miðað við háu skattana sem ríkið þarf til að standa undir öllum kostnaði. Landið er stórt og íbúar fáir. Margt þarf að flytja inn og eru flutningsleiðir langar. En nýlega tekur maður því miður eftir því að reynt er að féflétta ferðafólkið meira en réttlætanlegt er. Verð og þjónusta eru ekki lengur í samræmi. Hér eru nokkur nýleg dæmi:

Bláa lónið Um það bil 40 evrur kostar að fara á þennan fræga stað. Þetta þykir mér allt of dýrt fyrir að fara í bað í vatni sem er í raun og veru affallsvatn frá gufuaflsvirkjun og því ekki kostnaðarsamt að útvega baðvatnið. Meira að segja er rukkað fyrir að skoða einungis baðstaðinn.

Kerið Þar er krafist greiðslu fyrir að bera sprengigíg augum. Í Þýskalandi eru til slík fyrirbæri („Vulkanische Eifel“) og þar þykir sjálfsagt að fjöldi fólks gangi um þessi svæði án þess að þurfa að borga.

Námaskarð Þar eru rukkaðar inn 5 evrur fyrir að ganga um hverasvæðið en þjónustan á móti eru nokkrir frumstæðar kamrar!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á þetta að halda svona áfram? Land eins og Ísland sem hefur miklar tekjur af ferðamennskunni ætti að stíga varlega til jarðar hvað verðlag snertir. „Fórnfýsi“ ferðamanna er ekki endalaus. Og ekki koma einungis milljónamæringar hingað til að skoða landið.

Er núverandi ríkisstjórn að styðja græðgi fárra manna? Í mínum augum er þetta að minnsta kosti sorgleg þróun.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: