- Advertisement -

Ríkið skilur menntakerfið eftir

- mestur samdráttur varð í unglinga- og framhaldsskólum

Við lestur rauntalna kemur skýrt fram að útgjöld til fræðslumála hafa dregist nokkuð saman. Þau voru, það er á föstu verðlagi, um 481 þúsund krónur á mann árið 2016, sem er tæpu prósenti minna en árið 2015.

Opinber fræðsluútgjöld drógust saman um tæp 16 prósent, af raungildi, á árunum 2009 til 2013. Þau hafa aukist frá 2013 um 2,4 prósent. Hér er miðað við sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.

Mest fer til samneysluútgjalda af framlögum til fræðslumála, síðan koma fjárfestingar.

Útgjöld til leikskóla- og barnaskólastigs lækkuðu um 0,7 prósent að raungildi á mann frá 2015, til unglinga- og framhaldsskólastigs var lækkun upp á 2,4 prósent en til háskólastigsins var hækkun upp á rúm 2 prósent.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hrein útgjöld, hins opinbera, til fræðslumála námu um 160,8 milljörðum króna á árinu 20161 eða 6,6 prósent af landsframleiðslu. Tæplega helmingur útgjalda hins opinbera til fræðslumála rann til grunnskólastigsins eða sem nemur 3,1 prósent af landsframleiðslu. Til háskólastigsins runnu tæp 21 prósent af fræðsluútgjöldum hins opinbera eða 1,4 prósent af landsframleiðslu. Framhaldsskólastigið tók til sín 17 prósent útgjaldanna og síðustu 10 prósentin fóru til leikskólastigsins eða 0,7 prósent af landsframleiðslu. Í heildina námu útgjöld til fræðslumála 16,1 prósentum af heildarútgjöldum hins opinbera.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: