- Advertisement -

Ríkissjóður rekin á „yfirdrætti“ í mörg ár

Allt stefnir í að uppsafnaður halli frá byrjun árs 2019 út yfirstandandi ár verði 659 milljarðar á verðlagi hvers árs fyrir sig

Arna Lára Jónsdóttir.

„Síðasta kjörtímabil var einstaklega erfitt fyrir heimilin í landinu með gríðarlegum vaxtakostnaði og síðasta ríkisstjórn kannaðist aldrei við að bera ábyrgð á stjórn efnahagsmála og benti bara á Seðlabankann. Það voru margir lágpunktar hjá síðustu ríkisstjórn í efnahagsmálum. Ríkissjóður Íslands hefur nú verið rekinn stanslaust í halla frá árinu 2019. Það þýðir að ríkið hefur verið að reka sig á nokkurs konar yfirdrætti allan þann tíma og á eftir að gera það í a.m.k. níu ár í röð. Allt stefnir í að uppsafnaður halli frá byrjun árs 2019 út yfirstandandi ár verði 659 milljarðar á verðlagi hvers árs fyrir sig. Stóraukin skuldsetning ríkissjóðs. Það er dýrt að reka ríkið á yfirdrætti. Vaxtakostnaður ríkissjóðs er áætlaður 120 milljarðar á þessu ári,“ sagði Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingu á Alþingi í dag.

„Fráfarandi ríkisstjórnir hafa sýnt slíka óstjórn í efnahagsmálum að vart verður hönd á festandi en nú er komið ábyrgara fólk í brúna. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur sett það í forgang að ná stjórn á fjármálum ríkisins og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta, m.a. með stöðugleikareglu og stöðvun hallareksturs. Hér verður ekki eytt um efni fram. Vextir eru farnar að lækka hratt sem sýnir að peningamálastefna Seðlabankans hefur trú á því hvað ríkisstjórnin er að gera og það kom líka fram á opnum fundi háttvirtrar efnahags- og viðskiptanefndar með seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra í vikunni,“ sagði Arna Lára.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: