- Advertisement -

Ríkisstjórn á framlengdum gálgafresti

Allir vissu í hvað stefndi.

Jón Þór Ólafsson sagði í ræðustól Alþingis: „Mig langar að nota tækifærið undir liðnum um störf þingsins til þess að hita upp fyrir þá umræðu sem gæti þurft að eiga sér stað á þinginu, sér í lagi ef ríkisstjórnin ákveður að setja með lögum bann á einhver verkföllin eftir að þau eru hafin.“

Og hann sagði: „Þegar laun þingmanna voru hækkuð á sínum tíma, 2016, um 45%, eftir að þau höfðu hækkað á sama árinu um sumarið um 15%, vissu allir í hvað stefndi. ASÍ hafði sagt um sumarið að ef tugprósentahækkanir yrðu á launum ráðamanna vissu allir að það stefndi í óefni. Síðan þá hefur ríkisstjórnin fengið gálgafrest ár eftir ár, fyrst í febrúar 2017 þar sem forsendur kjarasamninga 70% launafólks, sem núna eru lausir, stóðust ekki. Samt sem áður var ákveðið að segja þeim ekki upp. Ári síðar, 2018, gerðist það sama, forsendur stóðust ekki, en samt sem áður var ákveðið að segja þeim ekki upp.“

„En núna eru þessir samningar lausir bara af því að samningstíminn er liðinn. Fengist hefur gálgafrestur aftur og aftur,“ sagði Jón Þór og rifjaði upp að ári 1992 og eins 2006 voru launahækkanir ráðafólks stöðvaðar með lagasetningu á Alþingi. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: