- Advertisement -

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vill ekki lengja rétt til atvinnuleysisbóta

Oddný Harðardóttir skrifar:

Rétt í þessu voru stjórnarliðar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að fella tillögu Samfylkingarinnar um að lengja tímabil atvinnuleysisbóta.
Ef tímabilið verður ekki lengt þurfa hundruðir manna að treysta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna á næsta ári. Fjárhagsaðstoð sem er helmingi lægri en grunnatvinnuleysisbætur.
Þessir sömu stjórnarliðar samþykktu í gær lækkun skatta á vaxtatekjur, arð og söluhagnað sem 10% ríkasta fólkið fær í sinn vasa.
Forgangsröðunin skýr!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: