- Advertisement -

Ríkisstjórnin kolföst í tossabekknum

Sigurjón M. Egilsson:

Það er enginn sómi af því að eigna sér það sem viðkomandi á ekki.

Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og varaformaður Framsóknar, skrifar furðugrein í Moggann. Hún skrifar þar um efnahagsmál. Lilja er meira að segja sprenglærð í þeim málum. Óverðskuldað hælir hún sér og öðrum ráðherrum langt umfram efni. Talar um árangur af þeim þrengingum sem ríkisstjórnin hefur kallað yfir allan almenning. Hér eru vextir langtum hærri en annars staðar og einnig verðbólgan. Afleiðingarnar eru þær að hér ríkir ofsafengin dýrtíð með ömurlegum afleiðingum. Spairfé fólks brennur upp. Dag eftir dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verðbólgan hefur lækkað ögn. Það var ekki ríkisstjórninni að þakka og ekki Seðlabankanum. Þar munar mestu um sumarútsölur. Því er óþarfi að ráðherrar hælist um. Þeir ættu frekar að skammast sín. Ljóst er að ríkisstjórnin ræður engan veginn við stjórn efnahagsmála.

Nær væri að Lilja og aðrir ráðherrar skömmuðust sín. Lýstu yfir ábyrgð á hvernig komið er. Þeirra vegna er óþolandi ástand.

Í öllum samanburði við hin Norðurlöndin er ljóst að ríkisstjórn Íslands, og Seðlabanki, sitja kolföst í tossabekknum. Þar er verðbólgan langtum lægri en hér og sama er að segja um stýrivextina.

Ómögulegt er að Ísland eigi ekki annað og hæfara fólk en það sem nú fer fyrir efnahagsmálunum.

Því getuleysi sem hér er verður að linna. Það er komið meira en nóg.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: