- Advertisement -

Ríkisstjórnin og hjálparstofnanir

Oddný Harðardóttir skrifar:

Ef ríkisstjórnin hefði í raun einhvern áhuga á að auka jöfnuð og vinna gegn fátækt ætti hún að sjá til þess að greiðslur, hvort sem er í gegnum almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar eða barna- og húsnæðisbætur, fylgi raunverulegri launaþróun.

Því fer víðsfjarri! Og engin merki um það hvort sem er í fjárlagafrumvarpi eða fjármálaáætlun til næstu ára.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021 er t.d. ekki gert ráð fyrir neinni hækkun barnabóta. Það eitt og sér rýrir kjör barnafólks sem fengið hafa barnabætur.

Lágmarkstekjutrygging verður samkvæmt lífskjarasamningnum 351 þúsund á mánuði. Barnabætur byrja hins vegar að skerðast samkvæmt frumvarpinu við 325 þúsund krónur á mánuði. Barnafjölskyldur með meðaltekjur fá engar barnabætur.

Sama er að segja um aðrar greiðslur. Bilið á milli þeirra sem þurfa að treysta á bætur almannatrygginga eða atvinnuleysisbætur í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár stækkar og ójöfnuður vex.

Munur á milli lágmarkstekjutryggingar og elli- og örorkulífeyris verður um 86 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og munurinn á atvinnuleysisbótunum og lágmarkstekjutryggingarinnar verður 51 þúsund krónur á mánuði.

Og fleiri og fleiri leita á náðir hjálparstofnana eftir matargjöfum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: