- Advertisement -

Ríkisstjórnin stendur með ríka karlinum

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við glæpum stærsta styrkþega íslenska ríkisins, Samherja, glæpum sem taldir eru stærsta mútuhneyksli í Namibíu og stærsta peningaþvottamál í Noregi, eru að biðja Árna Mathiesen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, að breiða yfir málið með málamyndaathugun Alþjóða matvælastofnunarinnar.

Ef einhver hefur efast um að ríkisstjórnin öll, ekki aðeins Kristján Þór Júlíusson, er virkur gerandi með Samherja og öðrum stórútgerðum í að hlunnfara þjóðir heims af auðlindum sínum og færa þær hinum fáu, auðugu og valdamiklu; þá er engin ástæða til þess lengur. Ríkisstjórnin stendur ekki með þér, hún stendur með ríka karlinum sem er að ræna þig og nauðga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: