- Advertisement -

„Rúss­land verður nú alþjóðlegt úr­hrak í ára­tugi“

„Inn­rás­in í Úkraínu hef­ur einnig myndað gjá milli fyrr­ver­andi banda­manna og Pútíns. Sum­ir af trú­föst­ustu læri­svein­um hans á Vest­ur­lönd­um, frá for­seta Tékk­lands, Miloš Zem­an, til Vikt­ors Or­báns, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, hafa for­dæmt aðgerðir hans. En, kannski enn mik­il­væg­ara, þá hafa óráðsræður Pútíns hliðsett rúss­nesku þjóðina. Með villi­manns­legri árás á Úkraínu hef­ur hann fórnað ára­tuga langri fé­lags­legri og efna­hags­legri þróun og eyðilagt von­ir Rússa um betri framtíð. Rúss­land verður nú alþjóðlegt úr­hrak í ára­tugi,“ segir í grein í Mogganum í dag.

Það er Nina L. Khrus­hcheva prófessor sem skrifar greinina.

Þar segir einnig: „Pútín tel­ur að Kína muni styðja hann. En eft­ir að hann hóf inn­rás­ina, aðeins nokkr­um vik­um eft­ir að hafa komið á ein­hvers­kon­ar banda­lags­samn­ingi við Xi í Pek­ing, hafa viðbrögð kín­verskra emb­ætt­is­manna verið mjög var­fær­in með ákalli um „höml­ur“.

Í ljósi þess að Pútín treysti á Kína til stuðnings við að skora heims­mynd og yf­ir­ráð Banda­ríkj­anna á hólm, myndi það ekki hafa góð póli­tísk eða stefnu­mót­andi áhrif á Xi að ljúga að hon­um. Það sem veld­ur svo mikl­um áhyggj­um er að Pútín virðist ekki leng­ur fær um þá rök­hugs­un sem ætti að stýra ákv­arðana­töku leiðtoga. Langt frá því að vera jafn­ingi er Rúss­land nú á góðri leið með að verða eins kon­ar kín­verskt lepp­ríki.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: