- Advertisement -

RÚV er fyrst og fremst málpípa stjórnvalda

Ríkasta fólkið fær risastóra skattaafslætti.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Skattaskjólin á Cayman-eyjum, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­­­tí­us finnast ekki lengur hjá Skattinum (þau eru óflokkuð). En við vitum að að ríkasta fólkið á Íslandi á núna 50 milljörðum meira inn á svona óflokkuðum skattaskjólum en það átti 2017. Fyrir utan alla hundruð milljarðana í hinum skattaskjólunum. Af hverju er RÚV ekki að segja frá þessu?

Tölurnar frá 2020 liggja fyrir hjá Skattinum. Nei, frekar bara endalausar fréttir af peningunum í séreignin. Gott og vel! En hvers vegna er RÚV ekki að segja frá þeim stórfréttum að ríkasta fólk Íslands verður nú æ ríkara, fær risastóra skattaafslætti og flytur peninga sína í stríðum straumum inn á útlenda bankareikninga og skattaskjól. Þetta er sýnir að RÚV er fyrst og fremst málpípa stjórnvalda og svona fréttir eru óþægilegar fyrir ríkisstjórnina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kjarninn er eini fjölmiðillinn sem sinnir þessu og í frétt hans kemur t.d. fram að; „Bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga erlendis jókst um tæp­­lega 58 millj­­arða króna á árinu 2019 og var 666 millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót. Frá lokum árs 2017 hefur hún auk­ist um 116 millj­­arða króna, sam­kvæmt hag­­­tölum frá Seðla­­­banka Íslands.“

Þetta eru rosalegar fréttir og að finna í fréttablaði Skattsins, Tíund, um álagningu einstaklinga á árinu 2020. Þarna kemur fram hve ójöfnuðurinn er mikill, og fer vaxandi, og hvernig þeir ríkustu komast hjá því að borga venjulega skatta. Um 40% allra tekna ríkasta fólks Íslands eru fjármagnstekjur og því borgar það bara 22% skatta af allri þeirri summu. Venjulegt fólk, sem oft á tíðum berst í bökkum, borgar hins vegar í kringum 37% skatta. Þeir auðugustu borga meira að segja hlutfallslega minni skatta heldur en fólkið sem hefur ekki svona himinháar tekjur.

Af hverju er RÚV ekki komið á kaf í þetta? Það er nefnilega spurningin?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: