- Advertisement -

Sævar Marinó. Hljóðritað viðtal. 1. kafli.

Bjarni Dagur Jónsson tók langt viðtal við Sævar Marinó Ciesielski. Viðtalið er í þremur þáttum og sá fyrsti birtist hér. Hinir tveir koma hér á eftir.

Bjarni Dagur: „Það var eftir áramót 1995 að Sævar Marinó Ciesielski kom á dagskrárdeild Bylgjunnar. Hann var þá að kynna fyrir fjölmiðlum samantekt sína um fjölmarga ágalla á rannsókn og niðurstöðu í Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Hann hafði útbúið 200 bls. hefti með afritum allskonar og upplýsingum því til stuðnings að sækja um endurupptökum málanna tveggja. Ragnar Hall var þá skipaður sérstakur saksóknari í endurupptökumálinu. Eftir lestur heftisins hafði ég samband við Sævar í þeim tilgangi að hljóðrita spjall við hann um baráttu hans fyrir endurupptökunni. Um þetta leiti annaðist ég kvölddagskrá á Bylgjunni sem hét „Undir miðnætti” og Sævar kom heim til mín og ég hljóðritaði þrjá þætti með frásögn hans. Ég vek athygli á því hversu ærlegur, heiðarlegur, skýr og minnugur Sævar er á þessi mál og með góða yfirsýn á hin smæstu atriði.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: